Haukar hafa samið við Diamond Battles fyrir komandi leiktíð í Bónusdeild kvenna.
Diamond er 24 ára 173 cm bandarískur bakvörður sem mun koma til liðsins frá Mexíkó, þar sem hún leikur í sumar, en hún hefur leikið fyrir félög í Grikklandi og Svíþjóð síðan hún kláraði feril sinn með Georgia í bandaríska háskólaboltanum.
Emil Barja hafði þetta að segja um komu Battles: “Mér líst mjög vel á Diamond og er viss um að hún eigi eftir að standa sig mjög vel í Hauka-treyjunni. Núna erum við komin vel á veg að mynda mjög gott lið fyrir komandi tímabil og erum ánægð að fá sterkan liðsauka í Ólafssal í haust.”