DHL tölfræðin snýr aftur og nú með samantekt og liðsgreiningar úr allri deildarkeppni beggja deilda.
KR-ingar leiða Domino's deild karla og Snæfell leiðir Domino's deild kvenna í Fjórþáttagreiningunni og Michael Craion og Helena Sverrisdóttir eru bestu leikmenn sinnar hvorar deildar samkvæmt PER tölfræðinni.
KR er langbesta varnarlið Domino's deildar karla en minnu munar á KR og Stjörnunni hvað sóknina varðar, en Stjarnan er næstbesta sóknarlið deildarinnar.
Snæfell er besta varnarlið Domino's deildar kvenna en Haukar besta sóknarliðið. Litlu munar á heildarniðurstöðu Fjórþáttagreiningarinnar milli Snæfells og Hauka eða aðeins 0,38 stigum.
Nýr tölfræðiþáttur er kynntur til sögunnar, en það er Net Rating eða nettó mismunur milli Offensive Rating (ORgt eða stig skoruð í 100 sóknum) og Defensive Rating (DRgt eða stig andstæðinga í 100 sóknum). Þar gnæfir KR yfir Domino's deild karla en á eftir þeim koma Haukar sem eru í fjórða sæti deildarinnar samkvæmt Fjórþáttagreiningunni. Í Domino's deild kvenna eru það Snæfell sem leiða í Net Rating en Haukar fylgja fast á eftir.
Excel skjölin eru þannig sett upp að hægt er að raða upp hverjum dálki að vildi, en þeir eru í upphafi raðaðir upp eftir nöfnum liðanna og leikmanna í stafrófsröð.
Tenglar í skjölin eru hér að neðan:
Domino's deild karla:
Domino's deild kvenna:
Liðsgreining
Tölfræðisamantekt