9:00
{mosimage}
Cappie Pondexter leikmaður Phoenix Mercury
Það verða Phoenix Mercury og Detroit Shock sem leika til úrslita í WNBA þetta árið. Detroit fær þar með möguleika á að verja titilinn en Phoenix hefur ekki verið í úrslitum síðan 1998 þegar liðið tapaði fyrir Houston Comets í úrslitum. Phoenix á því möguleika á að verða 6. liðið í sögunni til að vinna titlinn.
Phoenix sigruðu andstæðinga sína frá San Antonio í úrslitum Vesturdeildarinnar 2-0 í tveimur jöfnum leikjum, 102-100 og 98-92.
Í Austurdeildinni þurfti oddaleik í viðureign Detroit Shock og Indiana Fever, Indiana vann fyrsta leikinn 75-65 í Indiana en Detroit tók öll völdin á heimavelli og vann 77-63 og 81-65.
Úrslitaviðureigin hefst svo á morgun miðvikudag.
Mynd: www.answers.com