Meiðslapésinn Derrick Rose verður frá í tvær vikur með brotið kinnbein eftir að hafa fengið olnbogaskot á æfingu á þriðjudag. Eftir árangursríka aðgerð í gær var tímalínan á endurkomu sett á tvær vikur en það getur teygst til ef bólga gengur hægt til baka. Orlando Magic leikmaðurinn Victor Oladipo var t.d. frá í tæpan mánuð með sambærileg meiðsli.
Rose hefur verið mikið frá undanfarið vegna meiðsla á hnjám en svo virðist sem þessi meiðsl muni ekki taka mikið frá honum eða liðinu. Rose verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar deildarkeppnin hefst í lok þessa mánaðar. Bulls mega lítið við fréttum sem þessum þar sem mikilvægur hlekkur í sóknarleik þeirra, Mike Dunleavy er fré í 8-10 vikur vegna bakmeiðsla.
Rose á langan lista að meiðslum eins og tístið hérna að neðan gefur til kynna, en meiðslasaga hans og Russell Westbrook er mikið til eins þó álit körfuboltaáhugamanna á þessum tveimur leikmönnum sé ólíkt.
And now this will have "orbital fracture surgery" soon on the list … the Derrick Rose career injury chart. pic.twitter.com/HxdBm2JJ0X
— Tim Reynolds (@ByTimReynolds) September 29, 2015
Russ and Rose are fun because aside from the ACL they've had basically the exact same injuries but one is considered fragile, the other God.
— Brian Schroeder (@Cosmis) September 29, 2015