spot_img
HomeFréttirDerrick með Stjörnunni í vetur

Derrick með Stjörnunni í vetur

{mosimage}

 

 

(Derrick sækir að körfunni gegn Tindastól á síðustu leiktíð) 

 

 

Bandaríski bakvörðurinn Derrick Stevens verður þjálfari og leikmaður 1. deildarliðs Stjörnunnar á komandi leiktíð. Samningar náðust millum Derricks og Stjörnunnar fyrir skemmstu og er leikmaðurinn væntanlegur í Garðabæ í byrjun septembermánaðar.  

 

Derrick náði góðum árangri með Stjörnuna á síðustu leiktíð en hann tók við liðinu sem spilandi þjálfari þegar leiktíðin var hálfnuð og snéri blaðinu við hjá Stjörnumönnum. Stjörnunni gekk brösuglega fyrir áramót á seinustu leiktíð en með tilkomu Derricks fóru hlutirnir að snúast þeim í hag og þeir rétt misstu af úrslitakeppninni. Það verður spennandi að fylgjast með Garðbæingum í vetur en þeir eiga líkast til eftir að gera gott tilkall í Iceland Express deildina.

Fréttir
- Auglýsing -