spot_img
HomeFréttirDerek Fisher hættir hjá Utah Jazz

Derek Fisher hættir hjá Utah Jazz

12:00

dDerek Fisher mun ekki leika meir með Utah Jazz. Fisher fór fram á að losna undan samningi við liðið eftir tímabilið og fór svo að hann fékk því framgengt. Ástæða þessa er sú að dóttir hans er nú í miklum veikindum og þarfnast sérstakrar sjúkrahús umönnunar. Ekki er til staðar í Utah sú þjónusta sem dóttir hans þarfnast og því mun Fisher vilja leitast eftir samningi við lið í borgum sem hafa slíka þjónustu.

Gera má ráð fyrir að borgir eins og New York og hans fyrrum heimaborg Los Angeles hafi slík háþróuð sjúkrahús sem dóttir hans þarfnast.

,,Derek hefur verið okkur mjög vinnusamur og happafengur. Við kveðjum pilt með trega en óskum honum og hans fjölskyldu alls hins besta,” var haft eftir Larry H Miller eiganda Utah Jazz sem sagðist skilja aðstöðu Fisher mjög svo vel.

Derek hefur spilað 11 tímabil í NBA og á því tímabili skartar hann 9 stigum, 2 fráköstum og um það bil 3 stoðsendingum á leik.

Fréttir
- Auglýsing -