Franska deildarkeppnin hófst um helgina þar sem okkar menn voru í eldlínunni með sínum liðum. Eftir ágætt gengi í Leiðtogabikarnum fór Denain vel af stað í deildarkeppninni.
Kristófer Acox átti flotta innkomu í lið Denain og endaði með átta stig og átta fráköst á 24 mínútum. Elvar Friðriksson var með fjögur stig og þrjár stoðsendingar á nærru tuttugu mínútum.
Leiknum lauk með 66-64 sigri á fyrrum liði Hauks Helga, Rouen. Denain spilar á móti Blois um næstu helgi.
Frank Booker Jr fór einnig vel af stað með Evreux þar sem hann var með 11 stig í öruggum sigri liðsins á Nantes 93-57.