spot_img
HomeFréttirDempsey ekki meira með í vetur

Dempsey ekki meira með í vetur

Latavia Dempsey, erlendur leikmaður kvennaliðs Breiðabliks meiddist á hné í leik Breiðabliks og KR í 1. deild kvenna á laugardaginn sl. Þetta staðfesti Árni Harðarson, þjálfari liðsins í samtali við Karfan.is í dag.

 

Árni sagði að Dempsey færi í aðgerð á næstunni til að lagfæra krossbönd og liðþófa sem fóru illa út úr þessu óhappi. Annað kom ekki fram um ástand liðbandanna. "Hún spilar þar af leiðandi ekki meira í vetur," bætti Árni við.

 

Með gluggann lokaðan geta Blikar ekkert gert nema bíta í skjaldarrendur og klára leiktíðina án erlends leikmanns. 

 

"Þá er bara að mæta í leiki, berjast og sýna úr hverju við erum gerðar. Spyrja að leikslokum."

 

Dempsey skoraði 14,8 stig að meðaltali í þeim fimm leikjum sem hún lék með liðinu. Þar að auki tók hún 5,4 fráköst og stal 2,6 boltum, svo það er ljóst að skarð verður fyrir skildi hjá Blikakonum í þeim sex leikjum sem eftir eru í vetur. Blikar hafa leikið 14 leiki það sem af er vetri og sigrað 6 af þeim og sitja í þriðja sæti á eftir Skallagrími og KR.

Fréttir
- Auglýsing -