Einn leikur fór fram í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í dag.
Um er að ræða fjórða leik liðanna, en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslitin.
Með sigri náðu deildarmeistarar Hauka að tryggja sér oddaleik gegn Grindavík, 2-2, en einvígið hefur verið nokkuð kaflaskipt þar sem Haukar hafa unnið síðustu tvo leiki eftir að Grindavík vann fyrstu tvo.
Hérna er heimasíða deildarinnar
Úrslit dagsins
Bónus deild kvenna – Átta liða úrslit
Grindavík 81 – 86 Haukar
(Einvígið er jafnt 2-2)