Fylkir eru deildarmeistarar 2025 í 2. deild karla.
Liðið hefur þegar tryggt sér titilinn með því að vera fjórum stigum fyrir ofan Leikni sem eru í 2. sæti deildarinnar, en aðeins er einn leikur hjá liðinu eftir í deildinni gegn Vestra þann 5. apríl.
Næst á dagskrá er fjögurra liða úrslitakeppni um titil deildarinnar. Titil sem áður skilaði liðum upp í 1. deildina, en sökum breytinga á reglum fyrstu deildarinnar þar sem lið geta nú sótt um að fá að leika í henni, mun sá titill ekki beint þýða framiða upp um deild.
Mynd / Fylkir FB