spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaDee Franklin í Blómabæinn

Dee Franklin í Blómabæinn

Hamar í Hveragerði hefur samið við hinn bandaríska Dee Franklin um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Dee er 29 ára 196 cm bakvörður/framherji sem kemur til liðsins frá Wolfpack í dönsku úrvalsdeildinni, en þar skilaði hann 12 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Tilkynning:

Dee Franklin skrifar undir hjá Hamri.Hamar hafa samið við Dareial Franklin, 29 ára Bandaríkjamann, um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Franklin er 196cm á hæð og getur leyst ýmsar stöður á vellinum. Á síðustu leiktíð lék hann með liði Wolfpack í Danmörku við góðan orðstír. Þar skilaði hann 12.1 stigi og 3.5 fráköstum. Ásamt því að leika í Danmörku hefur Franklin leikið í Portúgal, Chíle og Kósóvó á atvinnumannaferlinum.

Fréttir
- Auglýsing -