spot_img
HomeFréttirDavis fyrstur í háskólavalinu - Celtics með spennandi val

Davis fyrstur í háskólavalinu – Celtics með spennandi val

 Nú í vikunni fór fram hið árlega háskólaval í NBA og það kom fæstum á óvart að New Orleans Hornets völdu Anthony Davis fyrstan en hann kemur frá Kentucky háskólanum Michael Kidd Gilchrist fór svo númer 2 til Charlotte Bobcats.
Það voru þó nokkuð mikið af spennandi leikmönnum sem koma þetta árið inn í NBA deildina og má þar nefna að sonur Doc Rivers þjálfara Boston Austin Rivers mun fylgja Anthony Davis til Hornets eftir að hafa verið valinn númer 10.  Harðjaxlinn Thomas Robinson fór úr Kansas háskólanum til Sacramento Kings en einhverjir ættu að muna söguna bakvið þennan strák sem missti nánast alla fjölskyldu sína á einu bretti í fyrra. Hinn öflugi Harrison Barnes frá UNC fór til Golden State og félagi hans frá North Carolina John Henson fór til Milwaukee.
 
Boston Celtics þurftu augljóslega hjálp í teignum fyrir Kevin Garnett og fengu þeir afar spennandi leikmenn í þeim Jarred Sullinger frá Ohio State og Fab Melo frá Syracuse.   Sullinger var strax á nýliða ári sínu í háskólanum orðinn risanafn og einhverjir ættu að muna eftir Fab Melo en hann var einmitt bannað að spila úrslitin í háskólaboltanum í ár fyrir Syracuse fyrir brot á aga reglum, en Melo þessi er mikil varnarvél og munaði svo sannarlega um hann hjá Syracuse skólanum í úrslitum. 
 
Það er í raun langt síðan svo margir spennandi leikmenn koma úr háskólavalinu og verður fróðlegt að fylgjast með þessari kynslóð marka sín fyrstu spor í deildinni næsta vetur. 
 
Fréttir
- Auglýsing -