Danielle Rodriguez og Elfic Fribourg lögðu Caledonia Gladiators í fyrsta leik riðlakeppni FIBA Europe Cup, 62-66.
Á rúmri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Danielle 10 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.
Hið svissneska lið Fribourg var því fyrsta liðið til að ná í sigur í fjögurra liða riðil þeirra, en ásamt Caledonia frá Skotlandi eru liðin í riðil með Neptunas frá Litháen og Montpellier frá Frakklandi.
Þess má geta að Danielle var ekki eini íslenski þátttakandi í leik Fribourg og Caledonia, en leikinn dæmdi Davíð Tómas Tómasson.