Haukar og David Okeke hafa gert með sér samkomulag um að David spili með Haukum í Subwaydeild karla á næstu leiktíð.
David er þekkt stærð í deildinni en hann gekk til liðs við lið Keflavíkur fyrir tímabilið 2021 en meiddist eftir aðeins níu leiki. Í þessum níu leikjum var hann með 20 stig og 11 fráköst í leik. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 stig og tók tæp 7 fráköst að meðaltali í leik.
Okeke var í silfurliði U19 ára liði Ítalíu á HM 2017 og hefur meðal annars spilaði í EuroCup. Okeke er 24 ára og tæpir 205 cm á hæð.