17:51
{mosimage}
Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn David Fanning sem leikið hefur með Fjölni úr Grafarvogi á undanförnum vikum er farinn frá félaginu og eru forráðamenn liðsins að leita að eftirmanni hans. Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis sagði við mbl.is rétt í þessu að Fanning ætti við veikindi að stríða og samningi hans hefði því verið rift en ekki væri búið að finna leikmanna í hans stað.
Bandaríski leikmaðurinn Karlton Mims er inní myndinni hjá Fjölnismönnum en margir aðrir leikmenn eru í sigtinu hjá liðinu. Fjölnir er með tvo erlenda leikmenn í sínum röðum, Nemanja Sovic, sem hefur leikið með liðinu undanfarin ár og Drago Pavlovic er nýr leikmaður í röðum Grafarvogsliðsins.
Mynd: www.irishblog.ie