13:23
{mosimage}
Breytingar hafa orðið á leikmannahóp Þórs í Þorlákshöfn nú um hátíðirnar. Bol Johnston sem leikið hefur með liðinu það sem af er vetri mun ekki leika meira með liðinu af persónulegum ástæðum en í stað hans hafa Þórsarar fengið David Aliu til að leika með liðinu.
David Aliu hefur áður leikið á Íslandi en á síðasta tímabili lék hann 9 leiki með Hamri/Selfossi og tímabilið á undan 6 leiki með Tindastóli. Aliu hefur skorað 18,7 stig að meðaltali í þessum 15 leikjum. Aliu hefur það sem af er tímabilinu leikið með Leicester City Riders í ensku úrvalsdeildinni og skorað 7,8 stig í leik og tekið 4,9 fráköst.
Mynd: Guðmundur Karl/ www.sudurland.is