Þórsarar hafa samið við hinn bandaríska Darwin Davis um að leika með liðinu í Subway-deild karla á komandi leiktíð. Davis, sem er þrítugur, er öllum hnútum kunnugur hér á landi eftir að hafa leikið með Haukum á síðasta tímabili. Hjá Hafnfirðingum skilaði Davis um 18 stigum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik, en liðið féll út í oddaleik gegn nýja liði Davis í átta liða úrslitum deildarinnar.