spot_img
HomeFréttirDarri Hilmarsson - Pepplistinn Minn

Darri Hilmarsson – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann KR, Darra Hilmarsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

KR fær lið Grindavíkur í heimsókn í fyrsta leik 8 liða úrslita Dominos deildarinnar kl. 19:15 og er leikurinn í beinni útsendingu á KR Tíví.

 

 

Darri:

"Tónlist er stór partur að mótivera mig og koma mér í rétt hugarástand fyrir leiki. Maður er löngu búinn að búa til Basketball Motivation playlist á Spotify. Hér koma nokkur lög úr þeim playlist…"

 

 

Remember The Name – Fort Minor

Lag sem æsir í manni. Mig langar alltaf að fara í ræktina og taka vel á því þegar ég er búinn að hlusta á þetta lag.

 

Hells Bells – AC/DC

Grjóthart lag frá AC/DC. Gamalt og gott rokklag sem kemur manni í gírinn.

 

Just What I Am – Kid Cudi

Geggjaður taktur og alvöru rapp.

 

Chariots of Fire – Vangelis

Rólegt og þægilegt lag. Þetta lag eitthvern veginn kemur manni í rétt hugarástand.

 

Power – Kanye West

Flott klefalag sem allir fíla. Góður taktur.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -