spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDarri Freyr um öll sóknarfráköstin sem Hjálmar tók gegn hans mönnum "Hann...

Darri Freyr um öll sóknarfráköstin sem Hjálmar tók gegn hans mönnum “Hann er ekki einhver 200 kílóa 7 feta gaur”

Valur jafnaði átta liða úrslita einvígi sitt gegn KR í gærkvöldi með góðum sigri á KR í DHL Höllinni, 84-85, en næsti leikur liðanna er komandi sunnudag 23. maí kl. 20:15 í Origo Höllinni.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Darra Frey Atlason, þjálfara KR, eftir leik í Vesturbænum.

Darri Freyr, þjálfari KR, hafði gaman af leiknum þrátt fyrir tap:

Heyrðu Darri…þú verður að afsaka hvað ég er brosandi og hress…þetta er bara svo skemmtilegt…

…jájá, þetta er það!

En það er náttúrulega aðeins erfiðara að vera brosandi og hress þegar maður tapar…

Jájá, en mér finnst þetta líka skemmtilegt sko! Það geðveikt að fá svona seríu í fyrstu umferð og við áttum séns í dag, alveg eins og Valur átti séns í fyrsta leiknum.

Heldur betur!

Þetta verður bara fram og til baka!

Ég held að mesti munurinn á liðunum í leiknum hafi verið 10 stig ef ég man rétt…

Einmitt. Mér fannst við hafa tækifæri í fyrri hálfleik til að ná að hafa töglin og hagldirnar á leiknum en náðum ekki að varnarfrákasta.

Já…og maður sér það kannski fyrir að það yrði kannski vandamál hjá ykkur gegn Val, og e.t.v. fleiri liðum í deildinni?

Já…sko Hjálmar var með 10 sóknarfráköst!

Já í hálfleik!

Nákvæmlega. Hann er ekki einhver 200 kílóa 7 feta gaur, hann er bara vængur. Við eigum að geta komið í veg fyrir að hann taki 10 sóknarfráköst í hálfleik.

Akkúrat, þú ert ósáttur með það, það er eitthvað sem hefur klikkað þar hjá þínum mönnum.

Við í þjálfarateyminu berum ábyggilega einhverja ábyrgð á því, með match-öppum og svoleiðis dóti sem við hefðum örugglega getað lagað fyrr.

Ef ég man rétt þá tóku Valsmenn 20 fráköstum meira í heildina…það er náttúrulega svolítið mikið…

Það er bara of mikið. Þeir skoruðu bara 2 second chance-stig í seinni hálfleik svo þetta var fyrst og fremst vandamál í fyrri hálfleik. En þar vorum við í góðum rytma, það var meira flæði sóknarlega og þar var tækifæri til að búa til smá andrými.

Já, búa til smá kodda…

Nákvæmlega.

Þið komust mest 8 stigum yfir ef ég man rétt…?

Já!

En ein pæling, sem er kannski bara þvæla, en þið voruð með 70% þriggja stiga nýtingu til að byrja með en auðvitað endaði hún ekki þar, endaði í 42%. Þið voruð reyndar með 59% nýtingu í fyrsta leiknum…en 42% er mjög gott. Valsmenn voru aftur á móti í 23%. Er áhyggjuefni að tapa leik en skjóta samt svona vel?

Við skjótum að meðaltali í kringum 40% þannig að þetta kemur okkur ekkert mikið á óvart. Sérstaklega þegar lið eru að ýta vörninni sinni ofar gegn Ty og hann er að losa boltann snemma eins og hann gerði mjög vel í fyrri hálfleik að þá eru þessi skot alveg galopinn. Þetta eru Brynjar, Jakob eða Helgi og fleiri sem eru að taka þessi skot.

Já vissulega, þið vorum að fá talsvert mikið af opnum skotum og hittu þeim mjög vel. En ef við tökum þetta saman þá er það kannski númer eitt, tvö og þrjú að laga þetta með fráköstin…?

Það er allaveganna fyrsta atriðið til að laga! Svo þurfum bara aðeins að skoða þennan seinni hálfleik, hvað það var sem gerði það að verkum að hann gekk verr.

Já…sem gerði það að verkum að þið lentuð 10 undir sem er orðið hættulegt.

Nákvæmlega, og þá var ekki jafn mikið um þetta sóknarfrákastavandamál, mér leið eins og sóknin okkar hafi orðið svolítið stirðari. Við vorum líka að fara aðeins og langt í hjálparvörninni á blokkinni…

Einmitt, þá voru þeir að fá oft galopin skot…sem þeir klúðruðu reyndar yfirleitt en einhver fóru niður!

Já, nákvæmlega!

Fréttir
- Auglýsing -