Darri Hilmarsson átti stórleik með KR gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitaviðureign Dominosdeildarinnar. Setti niður 5/6 í þriggja stiga skotum og var nánast sama hvar hann staðsetti sig – skotin fóru niður. Alls staðar nema á vinstri vængnum.
Darri hefur ekki verið að finna fjölina þarna í vinstra horninu og hefur í vetur aðeins sett niður 9/37 í þriggja stiga skotum frá því svæði. Annars staðar eru hann 38/70 eða með 54,3% nýtingu í þriggja.
Leikur tvö verður í kvöld í Röstinni. Áfram körfubolti!