spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaDanielle stórkostleg í uppgjöri efstu liða

Danielle stórkostleg í uppgjöri efstu liða

Landsliðskonan Danielle Rodriguez og Fribourg lögðu Nyon með minnsta mun mögulegum í svissnesku úrvalsdeildinni í dag, 72-71.

Sem áður var Danielle atkvæðamikil fyrir Fribourg í leiknum, en hún skilaði 23 stigum, 2 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á rúmum 37 mínútum spiluðum.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn afar spennandi undir lokin, en Danielle skoraði 9 af síðustu 12 stigum Fribourg til þess að tryggja þeim sigurinn.

Fribourg eru í efsta sæti deildarinnar með ellefu sigra og ekkert tap það sem af er tímabili, en Nyon eru í sætinu fyrir neðan.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -