Landsliðskonan Danielle Rodriguez og Fribourg lögðu Baden í svissnesku úrvalsdeildinni 123-65.
Á rúmum 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Danielle 26 stigum, 4 fráköstum, 7 stoðsendingum og 6 stolnum boltum.
Svissnesku deildinni var skipt upp á dögunum og er Fribourg þar í efsta sæti efri hlutans með þrjá sigra og ekkert tap það sem af er, en þær eru allt í allt með 19 sigra og ekkert tap í deildinni á yfirstandandi tímabili.