KR lagði Grindavík í kvöld með 15 stigum, 81-66, í fimmtu umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn er KR í 2.-3. sætinu ásamt Haukum á meðan að Grindavík er enn án sigurs í neðsta sæti deildarinnar.
Heimakonur í KR byrjuðu leik kvöldsins mun betur. leiddu með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-11. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Grindavík aðeins að bíta frá sér, en þó var munurinn enn 9 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 38-29.
Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo ennþá nokkuð spennandi. KR aðeins 10 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 51-41. Í honum gerðu þær svo nóg til þess að sigla að lokum nokkuð öruggum 15 stiga sigur í höfn, 81-66.
Atkvæðamest fyrir KR í leiknum var Danielle Rodriguez. Á rúmum 35 mínútum spiluðum skilaði hún laglegri þrennu, 18 stigum, 12 fráköstum og 10 stoðsendingum. Fyrir gestina úr Grindavík var það Kamilah Jackson sem dróg vagninn með 24 stigum og 24 fráköstum.
Myndir / Bára Dröfn