spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaDanielle: Spáin er fullkomin

Danielle: Spáin er fullkomin

Dominos deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Nú er komið að Stjörnunni.

Stjarnan

Stjarnan hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og eru komnar með breiðan hóp. Samkvæmt spánni endurheimtir liðið úrslitakeppnissæti eftir að hafa misst af því í fyrra. Það verður spennandi að sjá hvort liðið taki næsta skref.

Spá KKÍ: 4. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 5. sæti

Þjálfari liðsins: Pétur Már Sigurðsson

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Alexandra Eva Sverrisdóttir. Njarðvíkingurinn hefur verið í stórum hlutverkum í yngri landsliðum Íslands og gæti fengið góð tækifæri hjá Stjörnunni. Skemmtilegur leikmaður sem gæti sannarlega sprungið út á komandi tímabili.

Komnar og farnar: 

Komnar:

Auður Íris Ólafsdóttir frá Breiðablik

Jóhann Björk Sveinsdóttir frá Skallagrím

Sólrún Sæmundsdóttir frá Skallagrím

Ragnheiður Benónýsdóttir frá Val

Alexandra Eva Sverrisdóttir frá Njarðvík

Vigdís María Þórhallsdóttir frá Grindavík

Florenciu Palacios frá Svíþjóð

Farnar:

Bryndís Hanna Hreinsdóttir til Breiðabliks

Sylvía Rún Hálfdánardóttir til Þór Ak

Ragna Margrét Brynjarsdóttir óljóst/meidd

Viðtal við Danielle Rodriquez um komandi tímabil:

Fréttir
- Auglýsing -