Leikmaður Grindavíkur Danielle Rodriguez var í dag ein af tuttugu sem Alþingi lagði til að myndu fá íslenskan ríkisborgararétt. Frumvarpið kemur frá allsherjar- og menntamálanefnd og er opinbert, en hefur ekki verið samþykkt.
Hérna má lesa hvaða 20 skulu öðlast ríkisborgararétt
Danielle kemur upphaflega frá Bandaríkjunum, en með ríkisborgararétt myndi hún leika sem íslenskur leikmaður í deildinni ásamt því að vera gjaldgeng með íslenska landsliðinu.
Danielle er 29 ára gömul og hefur um árabil leikið og þjálfað á Íslandi, en hún kom fyrst hingað til liðs við Stjörnuna árið 2016. Ásamt Grindavík og Stjörnunni hefur hún einnig leikið fyrir KR. Þá hefur hún einnig verið þjálfari hjá þeim félögum sem um ræðir ásamt því að vera með yngri landslið Íslands.