Keflavík hafði betur gegn Haukum í Blue höllinni í kvöld í A deild Subway deildar kvenna. Keflavík hafði fyrir leik kvöldsins tryggt sér deildarmeistaratitil þessa árs, en eru eftir leikinn með 40 stig í efsta sætinu á meðan að Haukar eru í 4. sætinu með 22 stig.
Keflvíkingar voru betri aðilinn á upphafsmínútum í leik kvöldsins og leiddu með 5 eftir fyrsta leikhluta, 22-17. Við þá forystu ná þær svo að bæta undir lok fyrri hálfleiksins og eru komnar 9 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 44-35.
Heimakonur heyra svo yfir Hauka í upphafi seinni hálfleiksins og koma forskoti sínu mest í 23 stig í þriðja leikhlutanum, en fyrir þann fjórða er staðan 66-45. Í lokaleikhlutanum gerir Keflavík svo nóg til að vinna leikinn nokkuð örugglega að lokum, 86-63.
Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Wallen með 17 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Fyrir gestina úr Hafnarfirði var Keira Robinson atkvæðamest með 20 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta.