Í kvöld lauk Daníel Guðni Guðmundsson sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í úrvalsdeild kvenna, hann segir skilið við þessa vertíð með bikarsilfur í farteskinu og 3.-4. sæti á Íslandsmótinu. Daníel sagði við Karfan TV eftir tap í oddaleik gegn Haukum í kvöld að hlutirnir hafi ekki verið að ganga í dag og lengi hefði verið eins og einhver hefði sett lok á körfuna. Súrast við seríuna fannst honum að tapa fjórða leiknum í Grindavík og að sérstakt hefði verið að ná eiginlega engu áhlaupi í leiknum í kvöld en Haukar höfðu Grindavík í vasanum frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu.
Mynd/ Bára Dröfn