Valur lagði Þór Akureyri í fjórða leik átta liða úrslita Bónus deildar kvenna, 75-70.
Með sigrinum tryggði Valur sig áfram í undanúrslitin, þar sem þær munu mæta Keflavík eða Haukum.
Karfan spjallaði við Daníel Andra Halldórsson þjálfara Þórs eftir leik í N1 höllinni. Sagðist Daníel vera hættur með Þór, en hann hefur verið þjálfari liðsins síðustu ár er liðið meðal annars vann sig upp í efstu deild og fór bæði í úrslit og undanúrslit VÍS bikarkeppninnar.