spot_img
HomeFréttirDaníel Guðni til Grindvíkinga

Daníel Guðni til Grindvíkinga

Daníel Guðni Guðmundsson er mættu aftur til Íslands eftir að hafa stundað nám í Svíþjóð síðastliðið ár eða svo og mun hann klára tímabilið með Grindvíkingum eftir áramót. Þetta staðfesti Daníel nú í kvöld við Karfan.is
 
“Ég á eftir að klára ritgerðina í náminu og ég ætla að gera hana bara hérna heima. Grindavík sýndi mér mikinn áhuga er þeir fréttu að ég væri á leiðinni heim og það er í raun aðalatriðið. Ég er tilbúinn að berjast fyrir mínútum í þessu liði. Þetta er sterkur hópur og munu vera kljást í toppnum eins og undanfarin ár og það er heillandi. Ekki skemmir fyrir að spila með besta vini sínum en það hafði mikið að segja um ákvörðun mína.”  sagði Daníel í snöggi spjalli við Karfan.is þegar við náðum á hann í kvöld. 
 
Daníel Guðni er að upplagi Njarðvíkingur og spila upp yngri flokkana í Ljónagryfjunni en gekk svo í raðir Breiðablik og þaðan til Stjörnumanna og spilaði með þeim nokkur tímabil. Daníel átti sitt besta tímabil 2010-2011 þegar Stjarnan spilaði einmitt til úrslita gegn KR. 
 
Mynd/ Jenný Ósk
Fréttir
- Auglýsing -