Stjarnan urðu í kvöld VÍS bikarmeistarar í 10. flokki drengja eftir úrslitaleik gegn KR í Smáranum.
Lykilleikmaður leiksins var valinn Daníel Geir Snorrason, en á tæpum 30 mínútum spiluðum skilaði hann 19 stigum, 8 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta. Þá var hann nokkuð skilvirkur í leiknum, með aðeins 2 tapaða bolta, 53% skotnýtingu og 25 framlagsstig fyrir frammistöðuna.
Karfan spjallaði við Daníel Geir eftir leik í Smáranum: