Fjölnir lagði Hrunamenn í kvöld á Flúðum í fyrstu deild karla, 81-100. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum, hvort um sig með fjögur í 6.-8. sæti deildarinnar ásamt Skallagrím.
Karfan spjallaði við Daníel Ágúst Halldórsson, leikmann Fjölnis, eftir leik á Flúðum. Daníel kom áræðinn af bekknum fyrir Fjölni í kvöld, skilaði 12 stigum og 5 fráköstum á 22 mínútum spiluðum.
Viðtal / Karl Hallgrímsson