Stjarnan lagði Val fyrr í kvöld í fyrstu umferð Dominos deildar karla, 86-91. Leikurinn var mikill spennuleikur, þar sem að heimamenn leiddu lengst af. Stjarnan gerði þó vel í að ná yfirhöndinni í seinni hálfleik og sigra að lokum.
Karfan spjallaði við aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, Danielle Rodriguez, eftir leik í Origo Höllinni.