spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDanero Thomas kominn með íslenskt nafn

Danero Thomas kominn með íslenskt nafn

Tveir leikmenn sem leikið hafa á Íslandi síðustu ár hlutu á dögunum Íslenskan ríkisborgararétt. Þetta eru þeir Colin Pryor sem leikur með Stjörnunni og Danero Thomas sem samdi við Tindastól í sumar. 

 

Danero Thomas ákvað að taka upp Íslenskt millinafn með Íslensku vegabréfi. Hann valdi nafnið Axel og heitir því núna Danero Axel Thomas. Eiginkona hans Fanney Lind Thomas sagði frá þessu á Twitter í kvöld. 

 

Danero samdi við Tindastól á dögunum en hann kemur frá ÍR. Hann er þar með annar Axelinn í liðinu en Axel Kárason er  þar fyrir. Thomas hefur leikið sem íslenskur leikmaður í 4+1 kerfinu. Colin Pryor fékk einnig íslenskt vegabréf og getur því leikið sem slíkur með Stjörnunni á komandi leiktíð. 

 

Fréttir
- Auglýsing -