Tveir leikmenn sem leikið hafa á Íslandi síðustu ár hlutu á dögunum Íslenskan ríkisborgararétt. Þetta eru þeir Colin Pryor sem leikur með Stjörnunni og Danero Thomas sem samdi við Tindastól í sumar.
Danero Thomas ákvað að taka upp Íslenskt millinafn með Íslensku vegabréfi. Hann valdi nafnið Axel og heitir því núna Danero Axel Thomas. Eiginkona hans Fanney Lind Thomas sagði frá þessu á Twitter í kvöld.
Danero samdi við Tindastól á dögunum en hann kemur frá ÍR. Hann er þar með annar Axelinn í liðinu en Axel Kárason er þar fyrir. Thomas hefur leikið sem íslenskur leikmaður í 4+1 kerfinu. Colin Pryor fékk einnig íslenskt vegabréf og getur því leikið sem slíkur með Stjörnunni á komandi leiktíð.
Íslenskur ríkisborgari og íslenskt nafn @NeroThomas Danero Axel Thomas you are officially an Icelander _x1f4aa__x1f3fb__x1f1ee__x1f1f8_ #korfubolti pic.twitter.com/q4bhIJ8hg0
— Fanney Lind Thomas (@FanneyL) July 3, 2018