spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaDanero Thomas aftur til liðs við ÍR

Danero Thomas aftur til liðs við ÍR

ÍR hefur samið við Danero um að leika með liðinu í átökum Dominos deildar karla.

Danero hefur síðustu ár leikið með hinum ýmsu liðum í Dominos deildinni. ÍR, KR, Þór Akureyri og á síðasta tímabili lék hann með Tindastóli. Þar skilaði hann 13 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Þá komst Danero í fyrsta skipti í íslenska A landsliðið á síðasta ári.

Það sem af er á þessu tímabili hefur Danero leikið með Hamri í fyrstu deildinni, þar sem að liðið er taplaust og hann hefur skilað 17 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -