Þær fljúga nú fjöllum hærra sögusagnir um hina og þessa leikmenn sem virðast vera við það að skrifa undir hjá liðunum. Nú síðast var Damon Johnson á leiðinni að skrifa undir hjá KR. Eitthvað virðast sögurnar hafa snúist í umræðunni því nú er það þannig að kappinn er á leið í Keflavík.
Karfan.is hafði að sjálfsögðu samband við Keflvíkinga til að kanna hvort eitthvað væri til í þessu og staðfesti sjórnarmaður Keflavíkur um að rætt hafi verið lauslega um málið á síðasta fundi en þar var ákveðið að ekkert yrði af þessu þar sem ástand leikmannsins er algerlega óvitað en kappinn hefur ekki spilað í rúmt ár og verið meiddur.
Guðjón Skúlason þjálfari Keflvíkinga staðfesti einnig að ekkert væri staðhæft í þessum sögusögnum. " Það eru engar þreyfingar í það minnsta af minni hálfu og ég geri fastlega ráð fyrir að svona ákvörðun sé í það minnsta borinn undir mig." sagði Guðjón í samtali við Karfan.is " Ef hinsvegar að Damon væri í boði þá mun ég ekki hafna því. En þá yrði ekkert staðfest fyrr en hann sé mættur á æfingu hjá okkur." sagði Guðjón ennfremur.
Spennnan eykst því nokkuð varðandi þennan knáa leikmann sem gerði garðinn frægan með Keflavík hér um árið.