spot_img
HomeFréttirDallas meistari í fyrsta sinn: Nowitzki bestur

Dallas meistari í fyrsta sinn: Nowitzki bestur

 
Dallas Mavericks urðu í nótt NBA meistarar með 4-2 sigri á Miami Heat. Liðin mættust í sínum sjötta leik á heimavelli Miami þar sem lokatölur voru 95-105 Dallas í vil. Jason Terry var stigahæstur í leiknum með 27 stig en fyrir leiktíðina lét kappinn húðflúra á sig mynd af sjálfum NBA titlinum, glöggskyggn maður þar á ferð. Dirk Nowitzki var valinn besti leikmaður úrslitanna en hann gerði 21 stig og tók 11 fráköst í nótt. Hjá Miami var LeBron James með 21 stig og 6 stoðsendingar.
,,Að vera í besta liði heims, sú tilfinning er ólýsanleg,“ sagði Þjóðverjinn Dirk Nowitzki eftir leik. Fleiri höfðu þörf til að tjá sig eftir leik eins og Dan Gilbert, eigandi Cleveland Cavaliers. Þar óskaði hann Dallas til hamingju og bætti við að það væri aldrei hægt að stytta sér leið að titlinum. Væn sneið þar í átt að LeBron James leikmanni Miami og fyrrum leikmanni Cleveland. Sorgleg viðbrögð þeirra í Cleveland sem hafa hamast í LeBron alla leiktíðina og virðast ætla að vera lengi að jafna sig á brotthvarfi hans frá félaginu.
 
 
Mynd/ Þjóðverjans Dirk Nowitzki verður lengi minnst fyrir það að vera aðalsprautan í meistaraliði Dallas.
 
Fréttir
- Auglýsing -