Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.
Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina
Áður birt:
11. sæti – New Orleans Pelicans
10. sæti – Minnesota Timberwolves
Dallas Mavericks
Heimavöllur: American Airlines Center
Þjálfari: Rick Carlisle
Helstu komur: Harrison Barnes, Andrew Bogut, Seth Curry.
Helstu brottfarir: Zaza Pachulia, Chandler Parson.
Dallas ákváðu að byrja sumarið á því að næla sér í tvo leikmenn úr besta byrjunarliði allra tíma, hljómar óneitanlega vel en segir ekki alla söguna. Þessir tveir leikmenn, þeir Barnes og Bogut munu báðir byrja hjá Dallas og gera vörn liðsins um leið betri. Ef ég þekki Rick Carlisle rétt þá verður sóknin svo ekkert stórt vandamál. Dirk Nowitzki verður á sínum stað þó svo að aldurinn sé óneitanlega farinn að taka sinn toll.
Styrkleikar liðsins eru frábær þjálfari, sem mun ná eins miklu út úr þessu liði og hægt er, margir reynslumiklir leikmenn sem þekkja sín hlutverk og Bogut mun binda varnarleikinn saman þegar hann er heill. Veikleikarnir eru svo allir þessir brothættu leikmenn, Wesley Matthews, Deron Williams og Andrew Bogut munu ekki spila of marga leiki. Breiddin er ekki nægileg góð og bakverðir liðsins eru vondir varnarmenn. Engin úrslitakeppni hjá Mavs í ár.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
PG – Deron Williams
SG – Wesley Matthews
SF – Harrison Barnes
PF – Dirk Nowitzki
C – Andrew Bogut
Gamlinginn: Dirk Nowitski (37) spilar kannski ekki eins mikið og hann gerði, en fall-away skotið hans er alltaf jafn fallegt.
Fylgstu með: Harrison Barnes, fékk borgað eins og stjarna, en getur hann spilað eins og stjarna?
Spá 41-41 – 9. sæti