08:56
{mosimage}
Dallas Mavericks unnu sinn sjöunda leik í röð í NBA deildinni í gær er þeir lögðu meistara Miami Heat 99-93. Þetta var í fyrsta sinn sem liðin mættust eftir að þau börðust um NBA meistaratitilinn á síðustu leiktíð.
Shaquille O´Neal lék ekki með Heat í gær en von er á honum í leikmannahóp Heat innan skamms en hann hefur aðeins leikið fjóra leiki á þessu tímabili sökum meiðsla. Josh Howard átti góðan dag í liði Mavericks í gær með 25 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Heat var Dwyane Wade atkvæðamestur með 31 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
Wade átti möguleika í gær að jafna leikinn þegar 5,8 sekúndur voru til leiksloka en skot hans geigaði og Dallas jók muninn og fóru með sigur af hólmi.
Önnur úrslit í NBA deildinni í gær:
Philadelphia 85-99 San Antonio Spurs
Phoenix 131-102 Minnesota
Portland Trail Blazers 99-95 Milwaukee Bucks