Flyers Wels með Dag Kár Jónsson í broddi fylkingar unnu óvæntan sigur á toppliði austurrísku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi.
Gmunden Swans sátu í efsta sæti Bundesligunnar fyrir kvöldið en Wels höfðu verið að ná í úrslit á ný eftir vægast sagt brösugt gengi seinni hluta síðasta árs. Lokastaðan 83-75 fyrir Wels sem sitja nú í sjöunda sæti deildarinnar.
Dagur Kár hefur verið að glíma meiðsli síðustu tvær vikur sem hafa komið í veg fyrir að hann sé í byrjunarliði liðsins líkt og venjulega. Honum tókst samt að spila nærri 16 í gegnum meiðslin og setti 5 stig og tók þrjár stoðsendingar.
Wels hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum ársins 2019 og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Liðið virðist vera að komast á skrið á ný og vonandi að Dagur Kár nái sér sem fyrst af meiðslunum svo hann geti beitt sér að fullu með liðinu.