spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDagur Kár spáir í 13. umferð Dominos deildar karla

Dagur Kár spáir í 13. umferð Dominos deildar karla

Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar.

Þrettánda umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Nokkrir stórir leikir fara fram en hvert stig verður mikilvægara nú þegar nær dregur lokum deildarkeppninnar.

Spámaður vikunnar er Dagur Kár Jónsson leikmaður Flyers Wels í Austurríki. Dagur hefur leikið með Stjörnunni og Grindavík á Íslandi og verður verið viðloðandi íslenska landsliðið síðustu misseri.

_______________________________

Stjarnan – Breiðablik

Stjörnumenn munu sigla þægilega í gegnum þennan nágrannaslag. Dúi Þór, ungur og efnilegur leikmaður Stjörnunnar mun vera X-factorinn af bekknum. Eina von Breiðabliks er sú að Þorsteinn nokkur Finnbogason rísi upp úr meiðslum og snúi aftur á parketið, en við skulum ekki veðja á það..

Lokastaða Stjarnan 86-72 Breiðablik

Grindavík – Skallagrímur

Grindvíkingar virtust mæta þreyttir til leiks í síðustu umferð, það skrifast líklegast á 48 klukkustunda bílabónið í jólafríinu. Jói fer vel yfir málin í vikunni og Grindjánar mæta nú með fókusinn í lagi. Þrátt fyrir háan aldur og lúnar lappir fer Óli Óla fyrir sínum mönnum og Grindavík vinnur í jöfnum leik 93-91. Nema að stuðningsmannalagið “Vígið” verður spilað fyrir leik.. þá vinna Skallarnir.

Njarðvík – Þór Þ.

Baldur er að gera gott mót í Þorlákshöfn og Þórsarar hafa komið vel á óvart í vetur. Það þarf hinsvegar mikið til þess að stoppa frænda minn hann Ella Frikk sem að leiðir heitasta lið landsins um þessar mundir. Njarðvíkingar vinna 102-88.

Tindastóll – Valur

Stólarnir rúlla aðveldlega yfir Kendall-lausa Valsara í mest óspennandi leik umferðarinnar. Lokastaða 98-68.

Brilli setur 18 þrista.

ÍR – Haukar

Spilamennska ÍR-inga án @Matosig er ekki upp á marga fiska þessa dagana. Haukar hafa hinsvegar tekið til í sínum herbúðum yfir jólin og ætla sér að snúa hlutunum við. Algjörlega hlutlaus spá er að Daði Lár mun eiga stórleik og Haukar vinna 79-71.

KR – Keflavík

Stærsti leikur umferðarinnar. Vert er að fylgjast með viðureign besta varnarmanns fyrri umferðar Gunnari Ólafssyni og geitarinnar Jóns Arnórs. Leikurinn fer í framlengingu þar sem hann endar með sigri Keflvíkinga 96-93.

Spámenn tímabilsins: 

Fréttir
- Auglýsing -