Barry University með Elvar Már Friðriksson innanborðs sigraði sinn þriðja leik á tímabilinu, nú gegn Johnson & Wales, 72-87. Elvar skoraði 14 stig í leiknum, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Barry skólinn hefur nú sigrað 3 leiki og tapað einum.
Hildur Björg Kjartansdóttir og UTRGV skólinn sigruðu UC Santa Barbara, 62-60 eftir skot frá Mary Savoy á lokasekúndunum. Hildur skoraði 13 stig og tók 8 fráköst, auk þess að verja eitt skot.
Dagur Kár og Gunnar Ólafsson spiluðu fyrir 19 þúsund manns í Louisville háskólanum gegn hinu fornfræga Cardinals liði. Cardinals voru ekki í miklum vandræðum með að innsigla sigurinn en leikurinn fór 41-85 fyrir liðinu frá Kentucky. Upplifunin var hins vegar mikil eins og Dagur Kár deildi með okkur á Facebook.
Mögnuð upplifun að spila á móti Louisville fyrir framan rúmlega 19 þúsund áhorfendur. Þetta fer í reynslubankann!
Posted by Dagur Kár Jónsson on 25. nóvember 2015