Dagur Kár Jónsson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson hafa framlengt samninga sína við Grindavík og munu leika áfram með félaginu á næstu leiktíð.
Dagur hefur leikið með Grindavík síðan 2016, utan tímabilið 2018-2019 þar sem hann lék með Flyers Wels í Austurríki. Á síðasta tímabili var hann stiga- og stoðsendingahæstur Grindvíkinga með 16,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í 20 leikjum.
Björgvin Hafþór var með 7,1 stig og 5,8 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Hann kemur upprunalega frá Skallagrím en hefur leikið með Grindavík síðustu tvö ár. Á ferlinum hefur hann einnig leikið með Fjölnir, ÍR og Tindastól.