Karfan.is ræddi við Gunnar Ólafsson og Dag Kár Jónsson eftir leik LIU Brooklyn og St. Francis Brooklyn í gærkvöldi. Drengirnir voru að vonum sáttir með sigurinn og ætluðu að láta Martin Hermannsson heyra það núna næstu vikurnar að þeir hefðu montréttinn í Brooklyn. Við ræddum einnig við þá um hvernig lífið væri í New York og hvað sé best og erfiðast við að spila körfubolta í Bandaríkjunum.
Mynd: Gunnar Ólafsson og Dagur Kár Jónsson ræða málin fyrir leik LIU Brooklyn og St. Francis Brooklyn í gærkvöldi. (HT)