spot_img
HomeFréttirDagur: Eitthvað sem mig langaði að prófa

Dagur: Eitthvað sem mig langaði að prófa

 

Í gær var ljóst að ekkert yrði í bili af áætlunum bakvarðarins Dags Kár Jónssonar um að leika með uppeldisfélagi sínu Stjörnunni í Garðabæ. Hafði hann samið við félagið fyrir tímabilið, en er nú á leiðinni út til Raiffeisen Flyers Wels í austurrísku úrvalsdeildina. 

 

Dgur lék nokkur tímabil fyrir Stjörnuna áður en hann fór út til St. Francis háskólans. Eftir að hann kom heim hafði hann leikið með Grindavík í Dominos deildinni, þar sem hann var m.a. valinn besti leikmaður síðasta tímabils.

 

Í samtali við Körfuna sagðist Dagur virkilega spenntur fyrir þessum félagaskiptum sínum til Austurríkis.

 

Sagði hann enn frekar að:

 

"Umboðsmaðurinn minn taldi þetta vera besta tímann fyrir mig núna að reyna fyrir mér í atvinnumennsku, átti gott tímabil persónulega hérna heima þó svo að liðinu hefði mátt ganga betur. Þetta hefur alltaf verið eitthvað sem mig langaði að prófa og verður áskorun að standa sig á hærra leveli"

 

Raiffeisen Flyers Wels leika í úrvalsdeildinni í Austurríki, en þar er félagið nokkuð sterkt. Hafa á síðustu 10 árum komist í 8 skipti í úrslitakeppnina. Urðu meistarar síðast árið 2009, en léku síðast til úrslita um titilinn árið 2016.

Fréttir
- Auglýsing -