Hin árlega og skemmtilega VÍS bikarvika hefst í dag með undanúrslitaleikjum kvenna, og á morgun leika karlaliðin sín undanúrslit. Framundan eru 12 leikir á sex dögum, þar sem tíu bikarmeistarar verða krýndir frá 9. flokki upp í meistaraflokk.
Eins og áður sagði hefst vikan á undanúrslitaleikjum kvenna. Fyrri leikurinn hefst kl. 17:15, en þar er viðureign 1. deildarliðs Snæfells og Subwaydeildarliðs Hauka. Í seinni leiknum sem hefst kl. 20:00 eigast við 1. deildarlið Stjörnunnar og Subwaydeildarlið Keflavíkur, en bæði liðin sitja í efsta sæti sinna deilda.
Miðvikudaginn 11. janúar eru undanúrslitaleikir karla. Í fyrri leiknum mætast Subwaydeildarlið Stjörnunnar og Keflavíkur, en leikurinn hefst kl. 17:15. Í seinni leiknum mætast Höttur og Valur, en þetta er í fyrsta skipti sem lið Hattar kemst í Laugardalshöllina. Sá leikur hefst kl. 20:00
VÍS bikarúrslitaleikir karla og kvenna fara fram laugardaginn 14. janúar. Bikarúrslitaleikur kvenna er leikinn kl. 13:30 og bikarúrslitaleikur karla kl. 16:15. Allir leikir meistaraflokkanna verða í beinni útsendingu á RÚV og RÚV2.
DAGSKRÁ:
Þriðjudagur 10. janúar | undanúrslit kvenna
17:15 Snæfell – Haukar
20:00 Stjarnan – Keflavík
Miðvikudagur 11. janúar | undanúrslit karla
17:15 Stjarnan – Keflavík
20:00 Höttur – Valur
Fimmtudagur 12. janúar | bikarúrslit yngri
17:15 10. flokkur drengja Stjarnan – Stjarnan b
20:00 10. flokkur stúlkna Stjarnan – Njarðvík
Föstudagur 13. janúar | bikarúrslit yngri
19:00 11. flokkur drengja Stjarnan – Stjarnan b
Laugardagur 14. janúar | bikarúrslit meistaraflokka og yngri
10:15 9. flokkur drengja KR – Stjarnan
13:30 Bikarúrslit kvenna
16:15 Bikarúrslit karla
Sunnudagur 15. janúar | bikarúrslit yngri
10:00 9. flokkur stúlkna Njarðvík – Breiðablik
12:30 11. flokkur stúlkna KR – Stjarnan
15:15 12. flokkur karla Fjölnir – ÍR
18:00 12. flokkur kvenna Haukar – Aþena/Leiknir/UMFK