spot_img
HomeFréttirDagný Lísa stigahæst er Wyoming tryggðu sig áfram í úrslitakeppninni

Dagný Lísa stigahæst er Wyoming tryggðu sig áfram í úrslitakeppninni

Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls lögðu Utah State Aggies í gærkvöldi í fyrstu umferð úrslitakeppni Mountain West deildarinnar, 41-69. Á 24 mínútum spiluðum skilaði Dagný 17 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum, en hún var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum.

Í næstu umferð munu þær mæta sterku liði UNLV Lady Rebels, en sá leikur fer fram í nótt. Wyoming lék í tvígang við UNLV í deildarkeppni tímabilsins þar sem að liðin skiptu með sér sigrum, báðir leikir nokkuð jafnir.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -