Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirlslögðu í nótt Fresno State Bulldogs í úrslitaleik Mountain West deildarinnar í bandaríska háskólaboltanum, 59-56.
Á 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Dagný Lísa 7 stigum, 5 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti.
Er þetta í fyrsta skipti sem að liðið vinnur úrslitakeppni deildarinnar, en næst á dagskrá hjá þeim er Marsfárið, úrslitakeppni allra bestu háskólaliða landsins. Fyrsta umferð þar, 64 liða úrslit, fara af stað 21. og 22. mars.