Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls lögðu UNLV Lady Rebels í nótt í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Mountain West deildarinnar, 72-56. Sigurinn sem slíkur nokkuð góður hjá Wyoming, en UNLV höfðu endað deildarkeppnina í öðru sæti deildarinnar á meðan að Wyoming voru í því sjöunda.
Á 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Dagný Lísa 4 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu. Í undanúrslitunum munu Wyoming mæta Boise State Broncos í kvöld, þriðjudag 9. mars.
í deildarkeppninni léku Wyoming í tvígang við Boise State. Töpuðu báðum, fyrri leiknum með sjö stigum, en þeim seinni sex stigum.