spot_img
HomeFréttirDagný Lísa og Wyoming lögðu Utah einnig í seinni leik helgarinnar

Dagný Lísa og Wyoming lögðu Utah einnig í seinni leik helgarinnar

Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming unnu seinni leik sinn þessa helgina gegn Utah State Aggies í bandaríska háskólaboltanum í kvöld, 42-79, en þann fyrri unnu þær einnig í gær. Wyoming eftir leikinn í 5. sæti Mountain West deildinni með 10 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.

Á 15 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Dagný Lísa 4 stigum, 4 fráköstum og vörðu skoti. Wyoming leika næst gegn New Mexico Lobos þann 18. febrúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -