Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls máttu þola tap í dag fyrir Colorado State Rams í bandaríska háskólaboltanum, 61-69. Wyoming það sem af er tímabili með 50% sigurhlutfall, átta sigra og átta töp, sem stendur í 6. sæti Mountain West deildarinnar.
Á 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Dagný Lísa fjórum stigum og fjórum fráköstum. Wyoming og Colorado mætast í annað skiptið nú á morgun, laugardag 6. febrúar.